Bíó og sjónvarp

Depp kvikmyndar Litvinenko

Kvikmyndaleikarinn knái mun gera mynd eftir bók um ævi Alexander Litvinenkol
Kvikmyndaleikarinn knái mun gera mynd eftir bók um ævi Alexander Litvinenkol

Framleiðslufyrirtæki Johnny Depp, Infinintum Nihil, ætlar að kvikmynda óútgefna bók byggða á ævi KGB-útsendarans Alexander Litvinenko.

Bókin nefnist Sasha"s Story: The Life and Death of a Russian Spy.

Var það framleiðandinn Warner Bros sem tryggði sér kvikmyndaréttinn að bókinni og munu Depp og félagar sjá um að koma myndinni á koppinn.

Litvinenko lést í London í nóvember í fyrra eftir að eitrað hafði verið fyrir honum. Áður en hann dó sakaði hann ríkisstjórn Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að hafa eitrað fyrir sér.

Neitaði stjórnin því ávallt.

Alan Cowell, sem starfar fyrir New York Times í London, mun skrifa bókin um njósnarann. Segir hún frá ævi hans áður en eitrað var fyrir honum og frá síðustu dögum hans. Er bókin væntanleg til útgáfu seinna á árinu.

Ekki hefur verið ákveðið hvort Johnny Depp muni fara með hlutverk Litvinenko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.