Zidane vinsæl jólagjöf í Frakklandi 13. janúar 2007 16:00 Sigurjón getur ekki annað en glaðst yfir góðri sölu kvikmyndarinnar Zidane:Andlit 21. aldarinnar í Frakklandi. Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Í myndinni er fylgst með öllum hreyfingum knattspyrnugoðsins Zidane í leik með spænska risaveldinu Real Madrid þar sem leikmaðurinn var meðal annars rekinn út af fyrir slagsmál. Myndin fékk óvænta athygli þegar Zidane stal senunni í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og skallaði mótherja sinn í brjóstkassann. Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi myndarinnar, segir að þrátt fyrir þessu miklu athygli sem atvikið fékk hafi salan farið fram úr sínum björtustu vonum. „Universal-dreifingarfyrirtækið hafði spáð þessum miklu vinsældum en við tókum orð þeirra ekki trúanleg, þetta er því alveg frábær árangur,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablaðið hafði uppá honum. „Þetta var algjör hámarkssala,“ bætir hann við en algengt er að stóru smellirnir frá draumaverksmiðjunni Hollywood seljist í svipuðu upplagi. Sigurjón segir það hins vegar vonbrigði hversu lítin áhuga knattspyrnumaðurinn sjálfur hafi sýnt myndinni þrátt fyrir loforð um að koma til liðs við þá eftir HM. Sigurjón segir að nú takið við kvikmyndahátíðar-ferðalag hjá myndinni. „Hún verður meðal annars sýnd á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum og á Rotterdam-hátíðinni þannig að það er ekkert lát á sigurgöngu Zidane,“ segir Sigurjón. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Í myndinni er fylgst með öllum hreyfingum knattspyrnugoðsins Zidane í leik með spænska risaveldinu Real Madrid þar sem leikmaðurinn var meðal annars rekinn út af fyrir slagsmál. Myndin fékk óvænta athygli þegar Zidane stal senunni í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og skallaði mótherja sinn í brjóstkassann. Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi myndarinnar, segir að þrátt fyrir þessu miklu athygli sem atvikið fékk hafi salan farið fram úr sínum björtustu vonum. „Universal-dreifingarfyrirtækið hafði spáð þessum miklu vinsældum en við tókum orð þeirra ekki trúanleg, þetta er því alveg frábær árangur,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablaðið hafði uppá honum. „Þetta var algjör hámarkssala,“ bætir hann við en algengt er að stóru smellirnir frá draumaverksmiðjunni Hollywood seljist í svipuðu upplagi. Sigurjón segir það hins vegar vonbrigði hversu lítin áhuga knattspyrnumaðurinn sjálfur hafi sýnt myndinni þrátt fyrir loforð um að koma til liðs við þá eftir HM. Sigurjón segir að nú takið við kvikmyndahátíðar-ferðalag hjá myndinni. „Hún verður meðal annars sýnd á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum og á Rotterdam-hátíðinni þannig að það er ekkert lát á sigurgöngu Zidane,“ segir Sigurjón.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein