Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi 12. janúar 2007 02:30 Bjartasta vonin Ferli Garðars eru gerð góð skil og miklar vonir bundnar við diskinn sem kemur út í byrjun febrúar. Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“