Blekkingar Nolans 11. janúar 2007 10:00 Scarlett Johansson og Hugh Jackman lifa og hrærast í heimi sjónhverfinga í The Prestige. Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein