Í viðræðum vegna Eurovision 10. janúar 2007 11:15 Tónlistarmaðurinn Morrissey er í viðræðum við BBC um að taka þátt í Eurovision. Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“