R.E.M., Van Halen og Patti Smith valin 10. janúar 2007 14:00 Stipe og félagar í R.E.M. verða innvígðir í Frægðarhöll rokksins hinn 12. mars. Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars. Sex hundruð manns úr tónlistarbransanum sáu um valið. Til að eiga möguleika á að komast í Frægðarhöllina þurftu listamennirnir að hafa gefið út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir að minnsta kosti 25 árum. „R.E.M. og sérstaklega ég sjálfur eigum mjög erfitt með að horfa til baka,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. „Við sem hljómsveit lítum stöðugt fram á við og þess vegna er það frábært að einhver, sérstaklega þó Frægðarhöll rokksins, horfi til baka og kunni að meta það sem við höfum gert. Það er mikill heiður að þeir skuli hafa hugsað til okkar,“ sagði hann. R.E.M. vakti mikla athygli með sinni fyrstu plötu, Murmur, árið 1983 þar sem sérstæður stíllinn var áberandi. Í framhaldinu varð sveitin ein sú vinsælasta í heimi með lögum á borð við Losing My Relegion og Everybody Hurts. Stipe segir að vinkona sín, Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, hafi hringt í sig og óskað sér til hamingju. Sagðist hann hafa ákveðið að hefja tónlistarferil eftir að hann heyrði tónlist Smith fyrst á áttunda áratugnum. „Það var frábært að geta óskað henni til hamingju á móti.“ Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars. Sex hundruð manns úr tónlistarbransanum sáu um valið. Til að eiga möguleika á að komast í Frægðarhöllina þurftu listamennirnir að hafa gefið út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir að minnsta kosti 25 árum. „R.E.M. og sérstaklega ég sjálfur eigum mjög erfitt með að horfa til baka,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. „Við sem hljómsveit lítum stöðugt fram á við og þess vegna er það frábært að einhver, sérstaklega þó Frægðarhöll rokksins, horfi til baka og kunni að meta það sem við höfum gert. Það er mikill heiður að þeir skuli hafa hugsað til okkar,“ sagði hann. R.E.M. vakti mikla athygli með sinni fyrstu plötu, Murmur, árið 1983 þar sem sérstæður stíllinn var áberandi. Í framhaldinu varð sveitin ein sú vinsælasta í heimi með lögum á borð við Losing My Relegion og Everybody Hurts. Stipe segir að vinkona sín, Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, hafi hringt í sig og óskað sér til hamingju. Sagðist hann hafa ákveðið að hefja tónlistarferil eftir að hann heyrði tónlist Smith fyrst á áttunda áratugnum. „Það var frábært að geta óskað henni til hamingju á móti.“
Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira