Býr til klakastyttur í bílskúrnum 9. janúar 2007 10:30 Ottó Magnússon hefur komið sér upp aðstöðu til styttugerðar í bílskúrnum hjá sér. MYND/Rósa Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“ Allar götur síðan hefur Ottó búið til klakastyttur eftir pöntunum meðfram fullu starfi á Humarhúsinu og hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum hjá sér. „Ég keypti þar til gerða vél sem frystir ísblokkir og kom fyrir frystiklefa. Þetta eru stærri og smærri verkefni sem ég tek að mér, ekkert reglulegt, ég tek bara við pöntunum auk þess sem ég held námskeið af og til.“ Að sögn Ottós eru það aðallega stærri fyrirtæki sem panta hjá honum klakastyttur en hann fær þó pantanir fyrir alls konar tilefni; árshátíðir, brúðkaup og afmæli. Það tekur um tvo sólarhringa að frysta klakablokk en Óttar er eina til tvær stundir að höggva þær til. „Það fer þó allt eftir stærð og lögun. Það er fátt sem ég get ekki hoggið út, oft vilja fyrirtæki til dæmis fá lógóin sín í ísstyttu og stundum er ég beðinn um að frysta eitthvað í blokkinni, allt frá blómum til gallabuxna.“ Ottó hefur ekki auglýst klakastytturnar mikið og telur að því viti færri en ella af þessari þjónustu. „Sem er kannski ágætt. Ef það væri klakastytta á hverju veisluborði færi glansinn kannski af þessu.“ Upplýsingar um klakastyttur Ottós má finna á vefsíðunni klakastyttur.is. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Käärijä mætir á Söngvakeppnina Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“ Allar götur síðan hefur Ottó búið til klakastyttur eftir pöntunum meðfram fullu starfi á Humarhúsinu og hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum hjá sér. „Ég keypti þar til gerða vél sem frystir ísblokkir og kom fyrir frystiklefa. Þetta eru stærri og smærri verkefni sem ég tek að mér, ekkert reglulegt, ég tek bara við pöntunum auk þess sem ég held námskeið af og til.“ Að sögn Ottós eru það aðallega stærri fyrirtæki sem panta hjá honum klakastyttur en hann fær þó pantanir fyrir alls konar tilefni; árshátíðir, brúðkaup og afmæli. Það tekur um tvo sólarhringa að frysta klakablokk en Óttar er eina til tvær stundir að höggva þær til. „Það fer þó allt eftir stærð og lögun. Það er fátt sem ég get ekki hoggið út, oft vilja fyrirtæki til dæmis fá lógóin sín í ísstyttu og stundum er ég beðinn um að frysta eitthvað í blokkinni, allt frá blómum til gallabuxna.“ Ottó hefur ekki auglýst klakastytturnar mikið og telur að því viti færri en ella af þessari þjónustu. „Sem er kannski ágætt. Ef það væri klakastytta á hverju veisluborði færi glansinn kannski af þessu.“ Upplýsingar um klakastyttur Ottós má finna á vefsíðunni klakastyttur.is.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Käärijä mætir á Söngvakeppnina Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira