Bíó og sjónvarp

Stiller enn efstur

Stiller fer með aðalhlutverkið í myndinni Night at the Museum sem er að gera það gott í Hollywood.
Stiller fer með aðalhlutverkið í myndinni Night at the Museum sem er að gera það gott í Hollywood.

Gamanmyndin Night at the Museum með Ben Stiller í aðalhlutverki hélt toppsæti sínu á bandaríska aðsóknarlistanum um síðustu helgi og hefur hún alls setið þar í þrjár vikur.

Myndin hefur náð inn rúmum 164 milljónum dollara í aðgangseyri, eða yfir 1,1 milljarði króna. Í öðru sæti á listanum var The Pursuit of Happiness með Will Smith í aðalhlutverki.

Children of Men lenti í þriðja sæti og Freedom Writers með Hilary Swank í aðalhlutverki varð í því fjórða. Í henni leikur Swank kennara sem beitir óvenjulegum aðferðum til að siða nemendur sína til. Teiknimyndin Happily N"Eveer After þar sem Sarah Michelle Gellar, Freddie Prinze Jr. og Sigourney Weaver ljá m.a. raddir sínar lenti í fimmta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.