Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss 28. desember 2006 18:45 Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. Hvítabirnir hafa hingað til unað hag sínum bærilega á ísbreiðunum við Norðurskautið. Stærstur hluti stofnsins býr í Noregi og á Grænlandi - og þaðan flækjast einmitt bjarndýr hingað til lands með rekís - en þá er einnig að finna í Kanada og Alaska. Undanfarna áratugi hefur ísbjörnum aftur á móti fækkað nokkuð, meðal annars vegna veiða og mengunar. Og á síðustu árum hefur ný og uggvænlegri ógn bæst við, sjálf heimkynni bjarnanna eru að hverfa vegna þess að heimskautaísinn bráðnar svo hratt. Af þessum sökum leggur ríkisstjórn Bandaríkjanna nú til að hvítabirnir verði settir á válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Það þýðir til dæmis að við olíu- og gasvinnslu verður framvegis að gæta þess að aðhafast ekkert sem ógnar tilveru bjarnanna. Bandarísk stjórnvöld hafa fram til þessa ekki viljað taka þátt í aðgerðum við að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það gæti nú verið að breytast því rétt eins og dropinn holar Norðurskautsísinn, þá holar hann víst steininn líka. Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. Hvítabirnir hafa hingað til unað hag sínum bærilega á ísbreiðunum við Norðurskautið. Stærstur hluti stofnsins býr í Noregi og á Grænlandi - og þaðan flækjast einmitt bjarndýr hingað til lands með rekís - en þá er einnig að finna í Kanada og Alaska. Undanfarna áratugi hefur ísbjörnum aftur á móti fækkað nokkuð, meðal annars vegna veiða og mengunar. Og á síðustu árum hefur ný og uggvænlegri ógn bæst við, sjálf heimkynni bjarnanna eru að hverfa vegna þess að heimskautaísinn bráðnar svo hratt. Af þessum sökum leggur ríkisstjórn Bandaríkjanna nú til að hvítabirnir verði settir á válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Það þýðir til dæmis að við olíu- og gasvinnslu verður framvegis að gæta þess að aðhafast ekkert sem ógnar tilveru bjarnanna. Bandarísk stjórnvöld hafa fram til þessa ekki viljað taka þátt í aðgerðum við að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það gæti nú verið að breytast því rétt eins og dropinn holar Norðurskautsísinn, þá holar hann víst steininn líka.
Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira