Nýr lögreglustjóri, Gerald Ford, skattar 27. desember 2006 16:55 Nú les ég að Stefán Eiríksson, fyrrverandi skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sé orðinn lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Þetta fór framhjá mér þegar ég var úti í sumar. Maður man aðallega eftir Stefáni sem aðalgaurnum í Falun Gong málinu hérna um árið. Þá fannst manni hann fara langt út fyrir verksvið sitt - eins og honum þætti sérstaklega mikið varið í að djöflast í þessum söfnuði, stofna fangabúðir og passa kínverska einræðisherra. Eða kannski var Stefán bara fall guy í málinu, sá sem þurfti að taka skellinn vegna þess að ráðherra hans var annars staðar. En vinsæll getur Stefán varla talist eftir þessa atburði. En altént hefur Stefán komið sér svo vel í mjúkinn hjá yfirmönnum sínum að hann fær þetta háa embætti þrátt fyrir ungan aldur og þrátt fyrir að hafa ekki starfað í lögreglunni. Samkvæmt Vef-Þjóðviljanum er þetta skoðun Stefáns á mótmælum - hún hefur greinilega ekki breyst mikið síðan á tíma Falun Gong látanna: "Það er að sjálfsögðu ekki boðlegt við skipulagningu löggæslu, eða mat á því hvort stöðva eigi ólögmæta háttsemi, að horfa til þess í hvaða tilgangi tiltekið lögbrot er framið og miða ákvörðun um að stöðva hið ólögmæta ástand við það. Lögreglan getur ekki og má ekki bregðast öðruvísi við rúðubroti, skemmdarverki, frelsissviptingu eða annarri ólögmætri háttsemi eftir því hvort tilgangurinn er að mótmæla framkvæmdum við Kárahnjúka, ákvörðunum Alþjóðabankans eða einhver önnur ótilgreind skemmdarfýsn. Ef opnað er fyrir slík sveigjanleg viðbrögð eftir því hver tilgangurinn að baki lögbroti er, þá fyrst erum við farin að nálgast atriði sem vega að rótum þess lýðræðisskipulags sem við viljum og eigum að varðveita." Nú er ég ekkert sérlega vel að mér um löggæslu, en held að sé mikilvægt að yfirmenn í lögreglunni séu vitrir og umburðarlyndir, hafi góða dómgreind - gott er líka ef þeir hafa reynslu af mannlegum samskiptum og breyskleika og njóta virðingar samborgaranna. Voru virkilega engir innan lögreglunnar sem hægt var að setja í þetta djobb? --- --- --- Gerald Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem nú er látinn, mun hafa verið eini forseti Bandaríkjanna sem aldrei var kosinn í embætti. Hann var gerður að varaforseta eftir að Spiro Agnew varð að segja af sér vegna spillingarmála 1973 og svo varð hann forseti þegar Nixon hrökklaðist frá 1974. Ford tapaði svo fyrir Jimmy Carter sem tók við af honum 1976. Þetta var líklega besti karl, allavega miðað við forvera sinn, sem sumir segja að hafi verið einna greindastur Bandaríkjaforseta en um leið hvað einkennilegast innrættur. Ford var hins vegar ekki talinn reiða vitið í þverpokum. Það var einmitt um hann sem var sagt að hann gæti ekki gengið og tuggið á sama tíma. Þetta er haft eftir orðháknum Lyndon Johnson. Hið sanna mun þó vera að Johnson sagði að Jerry Ford væri svo heimskur að hann gæti ekki prumpað og tuggið tyggjó á sama tíma. --- --- ---- Bendi svo á þessa grein eftir Nick Cohen úr Observer. Þarna er spurt þeirrar hvers vegna verkafólk og millistéttin eigi að borga skatta á 21. öldinni meðan ríkt fólk sé að miklu leyti undanþegið þeim. Þetta er stórpólitísk spurning og kannski ein sú mikilvægasta sem stjórnmálamenn þurfa að fást við á næstunni. Allavega er víst að kerfið er eitthvað bjagað eins og það er nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Nú les ég að Stefán Eiríksson, fyrrverandi skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sé orðinn lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Þetta fór framhjá mér þegar ég var úti í sumar. Maður man aðallega eftir Stefáni sem aðalgaurnum í Falun Gong málinu hérna um árið. Þá fannst manni hann fara langt út fyrir verksvið sitt - eins og honum þætti sérstaklega mikið varið í að djöflast í þessum söfnuði, stofna fangabúðir og passa kínverska einræðisherra. Eða kannski var Stefán bara fall guy í málinu, sá sem þurfti að taka skellinn vegna þess að ráðherra hans var annars staðar. En vinsæll getur Stefán varla talist eftir þessa atburði. En altént hefur Stefán komið sér svo vel í mjúkinn hjá yfirmönnum sínum að hann fær þetta háa embætti þrátt fyrir ungan aldur og þrátt fyrir að hafa ekki starfað í lögreglunni. Samkvæmt Vef-Þjóðviljanum er þetta skoðun Stefáns á mótmælum - hún hefur greinilega ekki breyst mikið síðan á tíma Falun Gong látanna: "Það er að sjálfsögðu ekki boðlegt við skipulagningu löggæslu, eða mat á því hvort stöðva eigi ólögmæta háttsemi, að horfa til þess í hvaða tilgangi tiltekið lögbrot er framið og miða ákvörðun um að stöðva hið ólögmæta ástand við það. Lögreglan getur ekki og má ekki bregðast öðruvísi við rúðubroti, skemmdarverki, frelsissviptingu eða annarri ólögmætri háttsemi eftir því hvort tilgangurinn er að mótmæla framkvæmdum við Kárahnjúka, ákvörðunum Alþjóðabankans eða einhver önnur ótilgreind skemmdarfýsn. Ef opnað er fyrir slík sveigjanleg viðbrögð eftir því hver tilgangurinn að baki lögbroti er, þá fyrst erum við farin að nálgast atriði sem vega að rótum þess lýðræðisskipulags sem við viljum og eigum að varðveita." Nú er ég ekkert sérlega vel að mér um löggæslu, en held að sé mikilvægt að yfirmenn í lögreglunni séu vitrir og umburðarlyndir, hafi góða dómgreind - gott er líka ef þeir hafa reynslu af mannlegum samskiptum og breyskleika og njóta virðingar samborgaranna. Voru virkilega engir innan lögreglunnar sem hægt var að setja í þetta djobb? --- --- --- Gerald Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem nú er látinn, mun hafa verið eini forseti Bandaríkjanna sem aldrei var kosinn í embætti. Hann var gerður að varaforseta eftir að Spiro Agnew varð að segja af sér vegna spillingarmála 1973 og svo varð hann forseti þegar Nixon hrökklaðist frá 1974. Ford tapaði svo fyrir Jimmy Carter sem tók við af honum 1976. Þetta var líklega besti karl, allavega miðað við forvera sinn, sem sumir segja að hafi verið einna greindastur Bandaríkjaforseta en um leið hvað einkennilegast innrættur. Ford var hins vegar ekki talinn reiða vitið í þverpokum. Það var einmitt um hann sem var sagt að hann gæti ekki gengið og tuggið á sama tíma. Þetta er haft eftir orðháknum Lyndon Johnson. Hið sanna mun þó vera að Johnson sagði að Jerry Ford væri svo heimskur að hann gæti ekki prumpað og tuggið tyggjó á sama tíma. --- --- ---- Bendi svo á þessa grein eftir Nick Cohen úr Observer. Þarna er spurt þeirrar hvers vegna verkafólk og millistéttin eigi að borga skatta á 21. öldinni meðan ríkt fólk sé að miklu leyti undanþegið þeim. Þetta er stórpólitísk spurning og kannski ein sú mikilvægasta sem stjórnmálamenn þurfa að fást við á næstunni. Allavega er víst að kerfið er eitthvað bjagað eins og það er nú.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun