Útrásarvíkingar, Manuela, Dunkleosteus 23. desember 2006 00:27 Í stjórn Straums-Burðaráss sitja allir helstu útrásarvíkingarnir, Björgólfur Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Eggert Magnússon. Það gefur mjög ákveðin skilaboð þegar þeir ákveða að skipta úr krónunni yfir í evrur. Davíð Oddsson er fjarskalega móðgaður yfir þessu, gat ekki leynt gremju sinni á blaðamannafundi á fimmtudag. Sagði að þótt fjármálastofnanir hefðu leyfi til að gera þetta, þá væri ekki ætlast til að þær gerðu það. En nú eru breyttir tímar. Þegar lögin voru sett datt mönnum ekki í hug að innan fárra ára hefðu bankarnir meirihluta tekna sinna erlendis. Í viðskiptalífinu ganga sögur um að Davíð Oddsson hafi þrýst mjög á bankana um að skipta ekki yfir í evrur. Því hafi hann verið svo fúll yfir þeim fréttum að Straumur-Burðarás ætli að fara að gera upp í evrum. Sagan segir líka að hjá KB banka (sem brátt mun heita Kaupþing) séu menn gramir yfir þessu - þeir hafi látið undan þrýstingnum úr Seðlabankanum en horfi nú á Straum-Burðarás taka þetta skref. Nú er spurning í hvaða hlutverki Davíð Oddsson er? Er hann seðlabankastjóri eða er hann kannski ennþá forsætisráðherra? Er hann hugsanlega í aðra röndina að reyna að verja pólitíska arfleifð sína? Annars fór ég rangt með í gær þegar ég fullyrti að Davíð hefði sagt að fyrr skyldi hann dauður liggja en við gengjum í Evrópusambandið. Hið rétta er að Davíð sagði að hann myndi ekki skipta um skoðun um Evrópusambandið nema hann yrði galinn. --- --- --- Ég heyrði í útvarpinu að Manuela Wiesler flautuleikarin sé dáin. Þegar hún bjó í Grjótaþorpinu fylgdi henni ferskur andblær þar hún kom gangandi niður brekkuna í bæinn. Hún setti mikinn svip á hann árin sem hún bjó, glaðvær, jákvæð og brosandi. Af því hún var frá Austurríki fannst mér dálítið eins og hún væri komin út úr Sound of Music. Hún var líka framúrskarandi tónlistarmaður sem varpaði ljóma yfir íslenskt tónlistarlíf. Margir voru svolítið skotnir í henni - það er ekki furða að mörg íslensk tónskáld hafi samið verk sérstaklega fyrir hana. Það er skrítið að hugsa til þess að þessi kona sem er svo ung og glæsileg í huga manns sé látin og það svo langt fyrir aldur fram - aðeins 51 árs. --- --- --- Um þetta skrímsli las ég á bloggvef Jóns Vals Jenssonar. Það kallast Dunkleosteus Terrelli, gat orðið á stærð við strætisvagn, vóg 8-10 tonn, var ógnarlegasta skepna samtíma síns, gat bitið hákarl í sundur í einum bita, var svo sterkt í kjaftinum að bitkrafturinn jafnaðist á við 5600 kíló á hvern fersentimetra. Það er alveg rosalegt. Eins gott að kvikindið var uppi fyrir næstum fjögur hundruð milljón árum. Ég spyr eins og Kári: Var hann góður? Nei. Þessi mynd af ógnarfiskinum er líka góð. Jaws hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun
Í stjórn Straums-Burðaráss sitja allir helstu útrásarvíkingarnir, Björgólfur Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Eggert Magnússon. Það gefur mjög ákveðin skilaboð þegar þeir ákveða að skipta úr krónunni yfir í evrur. Davíð Oddsson er fjarskalega móðgaður yfir þessu, gat ekki leynt gremju sinni á blaðamannafundi á fimmtudag. Sagði að þótt fjármálastofnanir hefðu leyfi til að gera þetta, þá væri ekki ætlast til að þær gerðu það. En nú eru breyttir tímar. Þegar lögin voru sett datt mönnum ekki í hug að innan fárra ára hefðu bankarnir meirihluta tekna sinna erlendis. Í viðskiptalífinu ganga sögur um að Davíð Oddsson hafi þrýst mjög á bankana um að skipta ekki yfir í evrur. Því hafi hann verið svo fúll yfir þeim fréttum að Straumur-Burðarás ætli að fara að gera upp í evrum. Sagan segir líka að hjá KB banka (sem brátt mun heita Kaupþing) séu menn gramir yfir þessu - þeir hafi látið undan þrýstingnum úr Seðlabankanum en horfi nú á Straum-Burðarás taka þetta skref. Nú er spurning í hvaða hlutverki Davíð Oddsson er? Er hann seðlabankastjóri eða er hann kannski ennþá forsætisráðherra? Er hann hugsanlega í aðra röndina að reyna að verja pólitíska arfleifð sína? Annars fór ég rangt með í gær þegar ég fullyrti að Davíð hefði sagt að fyrr skyldi hann dauður liggja en við gengjum í Evrópusambandið. Hið rétta er að Davíð sagði að hann myndi ekki skipta um skoðun um Evrópusambandið nema hann yrði galinn. --- --- --- Ég heyrði í útvarpinu að Manuela Wiesler flautuleikarin sé dáin. Þegar hún bjó í Grjótaþorpinu fylgdi henni ferskur andblær þar hún kom gangandi niður brekkuna í bæinn. Hún setti mikinn svip á hann árin sem hún bjó, glaðvær, jákvæð og brosandi. Af því hún var frá Austurríki fannst mér dálítið eins og hún væri komin út úr Sound of Music. Hún var líka framúrskarandi tónlistarmaður sem varpaði ljóma yfir íslenskt tónlistarlíf. Margir voru svolítið skotnir í henni - það er ekki furða að mörg íslensk tónskáld hafi samið verk sérstaklega fyrir hana. Það er skrítið að hugsa til þess að þessi kona sem er svo ung og glæsileg í huga manns sé látin og það svo langt fyrir aldur fram - aðeins 51 árs. --- --- --- Um þetta skrímsli las ég á bloggvef Jóns Vals Jenssonar. Það kallast Dunkleosteus Terrelli, gat orðið á stærð við strætisvagn, vóg 8-10 tonn, var ógnarlegasta skepna samtíma síns, gat bitið hákarl í sundur í einum bita, var svo sterkt í kjaftinum að bitkrafturinn jafnaðist á við 5600 kíló á hvern fersentimetra. Það er alveg rosalegt. Eins gott að kvikindið var uppi fyrir næstum fjögur hundruð milljón árum. Ég spyr eins og Kári: Var hann góður? Nei. Þessi mynd af ógnarfiskinum er líka góð. Jaws hvað?