Stjórnarherinn í Sómalíu, sem studdur eru af Eþíópíu, hefur í dag barist heiftarlega við íslamska uppreisnarmenn sem stjórna meirihluta landsins. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem barist er.
Notast er við eldflaugar, sprengjuvörpur og hríðskotabyssur og óttast erlendir erindrekar að bardagarnir gætu breiðst út. Íslömsku uppreisnarmennirnir segjast nú vera í stríði við yfirvöld í Eþíópíu vegna stuðnings þeirra við stjórnarherinn.