Almennur borgari féll í skotbardaga á Gaza í dag. Til átaka kom milli stuðningmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-liða. 19 ára stúlka varð fyrir skoti og lét lífið.
Þetta er fyrsti almenni borgarinn sem týnir lífi á heimastjórnarsvæðunum síðan Abbas tilkynnti í gær að boðað yrði til þing- og forsetakosninga fyrr en áætlað var.