Orð Olmerts sögð rangtúlkuð 12. desember 2006 18:45 Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20. Erlent Fréttir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20.
Erlent Fréttir Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira