Tugþúsundir stuðningsmanna Hamas samtakanna komu saman til útifundar, í dag, þar sem þeir kröfðust þess að Ismail Hanyeh, forsætisráðherra ríkisstjórnar Palestínumanna leiði hvaða ríkisstjórn sem stofnuð verður í landinu.
Mahmoud Abbas hefur þegar gefist upp á að mynda þjóðstjórn með Hamas, en vestræn ríki viðurkenna ekki þá stjórn sem nú situr undir forystu Haniyes.