Hvað gefur maður þeim sem á allt, í jólagjöf ? Ef þið byggjuð í Hollandi, væri til dæmis hægt að gefa gjafakort sem nær yfir sektir fyrir hraðakstur og önnur umferðarbrot.
Hollendingar hafa nýlega hert umferðarreglur og hækkað sektir fyrir umferðarlagabrot, og hollenskar löggur skrifa út sektir sem aldrei fyrr. Hollenskt fyrirtæki sá sér leik á borði og setti á markaðinn gjafakort sem hægt er að nota til þess að greiða sektir.
Hér á landi er nýbúið að hækka mjög sektir við umferðarlagabrotum. Og nú er bara að sjá hvort eitthvað íslenskt fyrirtæki notfærir sér það til að komast inn á jólamarkaðinn.