Messufall 4. desember 2006 16:30 Nú gerðist það sem ekki hefur áður orðið í átta ára sögu Silfurs Egils. Það varð messufall hjá mér. Sem er náttúrlega vont þegar maður er að sumu leyti eins manns fjölmiðill. Ég þakka Svavari Halldórssyni vel fyrir að hlaupa í skarðið fyrir mig á síðustu stundu. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ég fór til London til að heimsækja konu mína sem er þar í námi. Lenti svo í því að veikjast illa í kuldanum og rakanum hér og náði ekki í flug heim. Nú er mér að skána og ég vonast til að vera mættur í spjall í Íslandi í dag á miðvikudaginn. Ef guð lofar. Hins vegar hef ég verið mestanpart netsambandslaus og er lítt með á nótunum um hvað hefur gerst á Íslandi síðustu dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Nú gerðist það sem ekki hefur áður orðið í átta ára sögu Silfurs Egils. Það varð messufall hjá mér. Sem er náttúrlega vont þegar maður er að sumu leyti eins manns fjölmiðill. Ég þakka Svavari Halldórssyni vel fyrir að hlaupa í skarðið fyrir mig á síðustu stundu. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ég fór til London til að heimsækja konu mína sem er þar í námi. Lenti svo í því að veikjast illa í kuldanum og rakanum hér og náði ekki í flug heim. Nú er mér að skána og ég vonast til að vera mættur í spjall í Íslandi í dag á miðvikudaginn. Ef guð lofar. Hins vegar hef ég verið mestanpart netsambandslaus og er lítt með á nótunum um hvað hefur gerst á Íslandi síðustu dagana.