Breska samgönguráðuneytið íhugar að hækka gjöld á þá sem aka bílum sínum í höfuðborg landins. Þeir þurfa þegar að borga fyrir að aka í miðborginni, en það gæti hækkað verulega á næstu árum.
Ráðgjafanefnd hefur skilað skýrslu til ráðuneytisins og þar er lagt til að menn verði skattlagðir fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna. Skatturinn verði reiknaður bæði út frá vegalengdum og þeim tegundum bíla sem menn ækju.
Dýrast yrði að vera á því sem bretar kalla Chelsea traktórar. Það eru jeppar eins og Range Rover og Porche, sem auðmenn í uppahverfinu Chelsea halda mikið uppá. Ef tillögur ráðgjafanefndarinnar ná fram að ganga gætu upparnir þurfa að borga um 3.500 krónur á dag, fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna.