Castro hvergi sjáanlegur 2. desember 2006 19:30 Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira