Afríkusambandið hefur ákveðið að lengja leiðangur friðargæsluliða í Darfur héraði Súdan um sex mánuði en talsmaður sambandsins sagði frá þessu í dag eftir fund öryggisráðs Afríkusambandsins í höfuðborg Nígeríu, Abuja, í dag.
Talsmaðurinn sagði ennfremur að yfirmaður herliðsins yrði skipaður í samráði við Sameinuðu þjóðirnar og súdönsku ríkisstjórnina, sem hingað til hefur neitað að taka við friðargæsluliðum frá Sameinuðu þjóðunum.