Viðskipti erlent

38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford

Úr einni af verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum.
Úr einni af verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum. Mynd/AP

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum.

Við upphaf árs unnu 83.000 manns hjá Ford í Bandaríkjunum. Um mitt sumar greindi fyrirtækið svo frá miklum rekstrarerfiðleikum og var ákveðið að segja upp allt að 30.000 manns á næstu tveimur árum. Með uppsögnunum er horft til þess að megi spara um 5 milljarða bandaríkjadali eða 346 milljarða íslenskra króna.

Þá hefur bílaframleiðandinn ennfremur ákveðið að segja upp 14.000 manns á skrifstofum fyrirtækisins sem jafngildir því að allt að 50.000 manns verði sagt upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×