Blaðamaður breska slúðurblaðsins News of the World játaði fyrir rétti, í dag, að hafa reynt að hlera síma bresku konungsfjölskyldunnar.
Clive Goodman hefur lengi skrifað um kóngafólk fyrir News of the World og ekki verið vandur að meðulum. Í þetta skipti viðurkennir hann þó að hann hafi gengið of langt, og lögfræðingur hans segir að hann biðjist innilega afsökunar.
Goodman á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna þessa máls, sem þykir álitshnekkir, jafnvel fyrir blað eins og News of the World.