Benedikt páfi sextándi ætlar í dag að heimsækja staðinn þar sem María mey dvalist síðustu ár sín. Páfi er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi.
Heimsóknin er í skugga ummæla hans í september þar sem páfi sagði Múhameð spámann hafa fært heiminum illsku. Ummæli hans féllu í grýttan jarðveg múslima. Páfi hefur beðist afsökunar á ummælunum en ferð hans er tilraun til að rétta fram sáttarhönd. Óttast var mikil mótmæli við komu páfa en sá ótti reyndist óþarfur. Aðeins fámennir hópar hafa safnast saman til að mótmæla og þá á friðsamlegan hátt.