Bush Bandaríkjaforseti segir Al-Qaeda samtökin bera ábyrgð á árásinni í Írak í síðustu viku, þar sem um tvö hundruð manns létu lífið. Bush, sem nú er staddur á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettalandi, sagði það eindregin vilja sinn að herlið Bandaríkjamanna færi ekki frá Írak fyrr en verkefninu þar væri lokið.
Leiðtogar NATO-ríkjanna komu í gær saman í Riga þar sem tveggja daga ráðstefna bandalagsins fer fram. Umræðuefni ráðstefnunnar er staða mála í Afganistan en Bush vonast til að innlent herlið geti tekið við stjórn þar árið 2008.