Bandaríkjaforseti segir að átök sjía og súnní múslima í Írak, séu ekki borgarastríð, heldur liður í áætlunum al-Kæda um að nota ofbeldi til þess að egna fólk til átaka.
George Bush sagði að vítahringur ofbeldisverka, sem nú gengur yfir, sé engin nýjung, þetta hafi gerst áður.
Al-Kæda geri árásir bæði á sjía og súnní múslima, til þess að fá þá til þess að hefna sín hverjir á öðrum.