Uppgjörið við Írak, kalt stríð í ríkisstjórninni, ný viðreisn 27. nóvember 2006 14:12 Björn Bjarnason segir á vef sínum að ein meginástæðan fyrir stuðningnum við Íraksstríðið sé að Íslendingar standi með vinum sínum - "hefðbundnum samstarfsríkjum". En er ekki vinur sá er til vamms segir? Þegar vinir manns eru í tómu rugli, er maður þá að gera þeim greiða með því að fylgja þeim eftir í blindni? Nei, svona vinátta er ekki annað en þjónkun. Á máli alkafræðanna heitir það að "kóa" og þykir ekki gott. Hjálpar ekki þeim sem er í ruglinu. Frakkar og Þjóðverjar voru á móti innrásinni. Vildu ekki taka þátt. Voru skammaðir og uppnefndir fyrir vikið, hápunkti náði það þegar djúpsteiktar kartöflur máttu ekki lengur kallast "franskar". Þetta eru líka "hefðbundin samstarfsríki". En Björn gerir lítið úr Chirac og Schröder. Segir um Schröder að hann hafi ákveðið að "veðja" á andstöðu við stríðið. Klykkir svo út með að andstaðan hafi ekki orðið til að auka hróður Þýskalandskanslara og Frakklandsforseta eða vinsældir heimafyrir. Nú kann það vel að vera - þetta er bara ónýtur mælikvarði. Það ætti Björn að skilja, enda telur hann sig ekki vera vinsældapólitíkus. Er kannski hugsanlegt að leiðtogar Frakklands og Þýskalands hafi einfaldlega vitað betur en Bush og neoconarnir í Washington - sem aftur og aftur þurftu að grípa til lyga og áróðurs til að réttlæta stríðið - að þeir hafi einfaldlega skilið stöðuna betur, jafnvel haft betri upplýsingar? Vitað eins og síðar kom á daginn að þetta myndi skapa glundroða og hörmungar og að stríðið væri ekki siðferðilega verjandi? Í því sambandi má til nefna að Frakkar hafa einstaklega góða þekkingu á arabaheiminum eftir aldalöng kynni af honum, fyrst sem nýlenduveldi og síðar í gegnum mikinn fjölda innflytjenda. Eftir 11/9 var franska leyniþjónustan einn fyrsti aðilinn sem bandarísk yfirvöld leituðu til. Og nú geta Chirac og Schröder sagt I told you so - meðan Bush og Blair hrekjast úr einni lyginni í aðra. Annars er lítil ánægja fólgin í því að hafa haft á réttu að standa í svo döpru máli. Svo er það náttúrlega orðhengilsháttur að segja að innrásin hefði verið gerð hvort sem Íslendingar voru með eða á móti. Jú, auðvitað ráðum ekki neinum úrslitum á alþjóðavettvangi, en siðferðilega skiptir afstaða okkar máli. Erum við ekki að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu til að rödd okkar geti hljómað betur? Er traustvekjandi að á sama tíma skuli ráðherra í ríkisstjórninni segja að afstaða okkar skipti engu máli? --- --- --- Það er greinilega skollið á kalt stríð milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framsókn notar hvert tækifæri til sýna að hún hefur sjálfstæðar skoðanir og tilveru - og það leynir sér ekki að sjálfstæðismenn eru orðnir mjög þreyttir á Framsókn. Einhvern veginn finnst manni að ríkisstjórnin sé ekki á vetur setjandi. Samfylkingarmaður sagði við mig um daginn að nú stefndi allt í stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þegar Davíð og Kjartan væru farnir og Björn á fallanda fæti ætti ekki að vera neitt mál að mynda hana, Geir og Þorgerður væru sívílíserað fólk sem vel væri hægt að vinna með. Málefnin ættu varla ekki að vera nein fyrirstaða. Formsins vegna yrði hins vegar að reyna aðra kosti áður en hægt væri að mynda þessa stjórn - það myndi líta betur út fyrir Samfylkinguna að reyna fyrst að vinna til vinstri. Vinstri stjórn með mjög naumum meirihluta væri hins vegar ekki góður kostur. Þá gæti allt eins stefnt í stjórnarkreppu. Ef slík staða kæmi upp yrði talið óábyrgt ef Samfylkingin færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Og þá væri loks hægt að mynda nýja viðreisn. Svona stjórn gæti þess vegna setið mörg kjörtímabil. En að lokum myndi líklega fara eins fyrir Samfylkingunni og öðrum flokkum sem starfa með Sjálfstæðisflokknum - fylgið færi að hrapa. Björgvin Valur greinir þetta eins og honum er einum lagið í Bæjarslúðrinu á Stöðvarfirði: "Mér sýnist vera farið að styttast í ríkisstjórnarsamstarfinu því nú stígur fram hver framsóknarmanneskjan á fætur annarri og segir stuðning ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak hafa verið bölvað klúður og allt Halldóri og Davíð að kenna. Þeir hafa í raun verið afgreiddir af þessu framsóknarfólki sem nú hefur séð ljósið á svipaðan hátt og Stalín var af eftirmönnum sínum; sennilega situr nú framsóknarfólk með Tipp-ex við tölvuskjáina sína og dílítar Halldóri hvar sem nafn hans kemur fyrir. Það er annað hljóð í sjálfstæðisfólki. Þaðan er ekki annað að heyra en Davíð og Halldór hafi breytt rétt og í raun hafi stuðningur þeirra við stríðið engu máli skipt - það hefði orðið án stuðnings okkar. Auðvitað hefði það orðið án stuðnings okkar en það afsakar samt ekki alvarleika þess að gera okkur aðila að stríði yfir glasi í ráðherrabústaðnum án þess að bera málið undir þar til bærar nefndir og stofnanir. Þjóðina jafnvel, því ég man ekki betur en þessi ákvörðun sem tekin var skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar hafi ekki spurst út fyrr en að þeim loknum. Skemmtilegast þykir mér þó að lesa kafbátapenna Framsóknarflokksins, bloggarana Pétur Gunnarsson og Steingrím Sævarr Ólafsson, því nú étur Steingrímur upp þá kröfu Péturs að sjálfstæðisráðherrar viðurkenni mistökin líka. Í Silfri Egils í dag tókust þeir Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður og Sigurður Kári Kristinsson úr Sjálfstæðisflokki á um þetta mál og hefði ég ekki vitað betur myndi mig aldrei hafa grunað að Björn Ingi hafði til skamms tíma atvinnu af því að verja þessa ákvörun Halldórs sem aðstoðarmaður hans. Einnig mætti minnast á þau mál sem nú eru uppi og Framsókn virðist í aðdraganda kosninga ætla að nota til að fjarlægja sig frá óværunni, s.s. frumvarpið um Ríkisútvarpið. Vonandi láta kjósendur ekki blekkjast af nýjum fötum Framsóknar heldur refsa klíkunni grimmilega fyrir spellvirki undanfarinna ára. Það er skollið á kalt stríð milli Framsóknar og Íhalds." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Björn Bjarnason segir á vef sínum að ein meginástæðan fyrir stuðningnum við Íraksstríðið sé að Íslendingar standi með vinum sínum - "hefðbundnum samstarfsríkjum". En er ekki vinur sá er til vamms segir? Þegar vinir manns eru í tómu rugli, er maður þá að gera þeim greiða með því að fylgja þeim eftir í blindni? Nei, svona vinátta er ekki annað en þjónkun. Á máli alkafræðanna heitir það að "kóa" og þykir ekki gott. Hjálpar ekki þeim sem er í ruglinu. Frakkar og Þjóðverjar voru á móti innrásinni. Vildu ekki taka þátt. Voru skammaðir og uppnefndir fyrir vikið, hápunkti náði það þegar djúpsteiktar kartöflur máttu ekki lengur kallast "franskar". Þetta eru líka "hefðbundin samstarfsríki". En Björn gerir lítið úr Chirac og Schröder. Segir um Schröder að hann hafi ákveðið að "veðja" á andstöðu við stríðið. Klykkir svo út með að andstaðan hafi ekki orðið til að auka hróður Þýskalandskanslara og Frakklandsforseta eða vinsældir heimafyrir. Nú kann það vel að vera - þetta er bara ónýtur mælikvarði. Það ætti Björn að skilja, enda telur hann sig ekki vera vinsældapólitíkus. Er kannski hugsanlegt að leiðtogar Frakklands og Þýskalands hafi einfaldlega vitað betur en Bush og neoconarnir í Washington - sem aftur og aftur þurftu að grípa til lyga og áróðurs til að réttlæta stríðið - að þeir hafi einfaldlega skilið stöðuna betur, jafnvel haft betri upplýsingar? Vitað eins og síðar kom á daginn að þetta myndi skapa glundroða og hörmungar og að stríðið væri ekki siðferðilega verjandi? Í því sambandi má til nefna að Frakkar hafa einstaklega góða þekkingu á arabaheiminum eftir aldalöng kynni af honum, fyrst sem nýlenduveldi og síðar í gegnum mikinn fjölda innflytjenda. Eftir 11/9 var franska leyniþjónustan einn fyrsti aðilinn sem bandarísk yfirvöld leituðu til. Og nú geta Chirac og Schröder sagt I told you so - meðan Bush og Blair hrekjast úr einni lyginni í aðra. Annars er lítil ánægja fólgin í því að hafa haft á réttu að standa í svo döpru máli. Svo er það náttúrlega orðhengilsháttur að segja að innrásin hefði verið gerð hvort sem Íslendingar voru með eða á móti. Jú, auðvitað ráðum ekki neinum úrslitum á alþjóðavettvangi, en siðferðilega skiptir afstaða okkar máli. Erum við ekki að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu til að rödd okkar geti hljómað betur? Er traustvekjandi að á sama tíma skuli ráðherra í ríkisstjórninni segja að afstaða okkar skipti engu máli? --- --- --- Það er greinilega skollið á kalt stríð milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framsókn notar hvert tækifæri til sýna að hún hefur sjálfstæðar skoðanir og tilveru - og það leynir sér ekki að sjálfstæðismenn eru orðnir mjög þreyttir á Framsókn. Einhvern veginn finnst manni að ríkisstjórnin sé ekki á vetur setjandi. Samfylkingarmaður sagði við mig um daginn að nú stefndi allt í stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þegar Davíð og Kjartan væru farnir og Björn á fallanda fæti ætti ekki að vera neitt mál að mynda hana, Geir og Þorgerður væru sívílíserað fólk sem vel væri hægt að vinna með. Málefnin ættu varla ekki að vera nein fyrirstaða. Formsins vegna yrði hins vegar að reyna aðra kosti áður en hægt væri að mynda þessa stjórn - það myndi líta betur út fyrir Samfylkinguna að reyna fyrst að vinna til vinstri. Vinstri stjórn með mjög naumum meirihluta væri hins vegar ekki góður kostur. Þá gæti allt eins stefnt í stjórnarkreppu. Ef slík staða kæmi upp yrði talið óábyrgt ef Samfylkingin færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Og þá væri loks hægt að mynda nýja viðreisn. Svona stjórn gæti þess vegna setið mörg kjörtímabil. En að lokum myndi líklega fara eins fyrir Samfylkingunni og öðrum flokkum sem starfa með Sjálfstæðisflokknum - fylgið færi að hrapa. Björgvin Valur greinir þetta eins og honum er einum lagið í Bæjarslúðrinu á Stöðvarfirði: "Mér sýnist vera farið að styttast í ríkisstjórnarsamstarfinu því nú stígur fram hver framsóknarmanneskjan á fætur annarri og segir stuðning ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak hafa verið bölvað klúður og allt Halldóri og Davíð að kenna. Þeir hafa í raun verið afgreiddir af þessu framsóknarfólki sem nú hefur séð ljósið á svipaðan hátt og Stalín var af eftirmönnum sínum; sennilega situr nú framsóknarfólk með Tipp-ex við tölvuskjáina sína og dílítar Halldóri hvar sem nafn hans kemur fyrir. Það er annað hljóð í sjálfstæðisfólki. Þaðan er ekki annað að heyra en Davíð og Halldór hafi breytt rétt og í raun hafi stuðningur þeirra við stríðið engu máli skipt - það hefði orðið án stuðnings okkar. Auðvitað hefði það orðið án stuðnings okkar en það afsakar samt ekki alvarleika þess að gera okkur aðila að stríði yfir glasi í ráðherrabústaðnum án þess að bera málið undir þar til bærar nefndir og stofnanir. Þjóðina jafnvel, því ég man ekki betur en þessi ákvörðun sem tekin var skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar hafi ekki spurst út fyrr en að þeim loknum. Skemmtilegast þykir mér þó að lesa kafbátapenna Framsóknarflokksins, bloggarana Pétur Gunnarsson og Steingrím Sævarr Ólafsson, því nú étur Steingrímur upp þá kröfu Péturs að sjálfstæðisráðherrar viðurkenni mistökin líka. Í Silfri Egils í dag tókust þeir Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður og Sigurður Kári Kristinsson úr Sjálfstæðisflokki á um þetta mál og hefði ég ekki vitað betur myndi mig aldrei hafa grunað að Björn Ingi hafði til skamms tíma atvinnu af því að verja þessa ákvörun Halldórs sem aðstoðarmaður hans. Einnig mætti minnast á þau mál sem nú eru uppi og Framsókn virðist í aðdraganda kosninga ætla að nota til að fjarlægja sig frá óværunni, s.s. frumvarpið um Ríkisútvarpið. Vonandi láta kjósendur ekki blekkjast af nýjum fötum Framsóknar heldur refsa klíkunni grimmilega fyrir spellvirki undanfarinna ára. Það er skollið á kalt stríð milli Framsóknar og Íhalds."
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun