Umfang tölvu ruslpósts hefur þrefaldast síðan í júní og níu af hverjum tíu póstsendingum á heimsvísu eru nú ruslpóstur, að sögn bandaríska tölvufyrirtækisins Postini. Fyrirtækið segir að það séu glæpagengi sem séu á bakvið þetta.
Þau sendi milljónir skilaboða þar sem helst sé boðið upp á Viagra, kynlífstæki og peningalán. Þar sem umfangið sé svona mikið þurfi ekki nema lítill hluti tölvunotenda að svara, til þess að þetta skili hagnaði.