Viðskipti erlent

Sony innkallar stafrænar myndavélar

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur ákveðið að innkalla átta gerðir stafrænna myndavéla vegna galla í myndnema sem gerir það að verkum að notendur geta átt í erfiðleikum með að sjá á skjá vélarinnar þegar þeir taka myndir. Forsvarsmenn Sony hafa neitað að tjá sig um það hversu margar myndavélar verði innkallaðar.

Talsmaður fyrirtækisins segir gallann geta komið upp þegar myndavélin er í miklum hita og raka.

Um er að ræða myndavélar af gerðinni Cyber Shot en gerðirnar sem Sony innkalla eru: DSC-F88, DSC-M1, DSC-T1, DSC-T11, DSC-T3, DSC-T33, DSC-U40 og DSC-U50.

Þær voru seldar um allan heim á árunum í september árið 2003 til janúar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×