Töframaðurinn David Blaine losaði sig úr snúðnum sem hann hékk í yfir Times-torgi í New York á fáeinum mínútum. Alls hafði hann hangið í snúðnum í tvo daga og snerist þar í allar áttar, óvarinn fyrir veðri og vindum. Aðspurður sagði hann að þetta hefði verið merkilega erfitt.
Stökk hann úr snúðnum og brotnaði pallurinn sem hann lenti á. Hann birtist þó fljótlega og gekk óstuddur að leigubíl sem fór með hann rakleiðis til þeirra 100 fjölskyldna sem fengu 35.000 króna jólaglaðning vegna þessa uppátækis hans.