Viðskipti erlent

Stefnt að samruna Air France KLM og Alitalia

Jean-Cyril Spinetta.
Jean-Cyril Spinetta. Mynd/AFP

Jean-Cyril Spinetta, forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France KLM, greindi frá því í dag að flugfélagið ætti í viðræðum um hugsanlegan samruna við ítalska flugfélagið Alitalia. Samruni flugfélaganna hefur verið á áætlun í langan tíma, að hans sögn.

Spinetti áréttaði hins vegar að af samruna flugfélaganna geti ekki orðið fyrr en Alitalia verði einkavætt og skuldastaða þess bætt.

Air France KLM skilaði methagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í enda september. Gengi hlutabréfa í félaginu féll hins vegar um rúm 6 prósent í kjölfar ummæla Spinettis í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×