Þjóðhátíð í skugga morðs 22. nóvember 2006 18:58 Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira