Viðskipti erlent

Airbus segir eftirspurn stóraukast á næstu árum

A380 risaþotur frá Airbus í tilraunaflugi í lok ágúst.
A380 risaþotur frá Airbus í tilraunaflugi í lok ágúst. Mynd/AP

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025.

Airbus og móðurfélag þess, EADS, hefur orðið fyrir talsverðum skakkaföllum vegna ítrekaðra tafa á afhendingu A380 risaþota frá Airbus, einni stærstu farþegaþotu í heimi.

Fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Airbus að framtíðarhorfur bendi til að aukin eftirspurnar verði eftir risaþotunni en nú um stundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×