Sýrlendingar neita sök 21. nóvember 2006 18:56 Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu. Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira