Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel 21. nóvember 2006 15:34 Mynd frá CNN af bíl Pierres Gemayels eftir árásina í dag. MYND/AP Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. Hariri sagði enn fremur á blaðamannafundi að Sýrlendingar vildu drepa hverja einustu frjálsu manneskju. Sýrlensk stjórnvöld segjast hins vegar fordæma morðið samkvæmt opinberu fréttastofunni SANA í Sýrlandi. Peirre Gemayel, sem var leiðtogi kristinna Falangista í landinu, hefur verið í hópi hörðustu andstæðinga Sýrlandsstjórnar. Talið er líklegt að morðið muni enn auka enn á pólitískar deilur í Líbanon milli andstæðinga Sýrlandsstjórnar sem hafa meirihluta á líbanska þinginu og stuðningsmanna stjórnvalda í Damaskus, en þar fara Hizbolla-samtökin í Líbanon fremst í flokki. Nýverið sögðu sex ráðherrar sig úr ríkisstjórn Fouads Siniora, forsætisráðherra Líbanons, vegna deilna um áhrif Hizbolla-liða í ríkisstjórninni, en Siniora sagði fyrr í dag að ríkisstjórnin gæti starfað áfram. Hins vegar hefur dauði Gemayels í för með sér að ef tveir ráðherrar til viðbótar hverfa úr embætti er ríkisstjórnin fallin. Bandaríkjastjórn hefur þegar tjáð sig um morðið og segir það hryðjuverk. „Þetta er sorglegur dagur fyrir Líbanon og morðið er mikið áfall. Við lítum á það sem hryðjuverk og jafnframt sem ögrun," sagði Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. Hariri sagði enn fremur á blaðamannafundi að Sýrlendingar vildu drepa hverja einustu frjálsu manneskju. Sýrlensk stjórnvöld segjast hins vegar fordæma morðið samkvæmt opinberu fréttastofunni SANA í Sýrlandi. Peirre Gemayel, sem var leiðtogi kristinna Falangista í landinu, hefur verið í hópi hörðustu andstæðinga Sýrlandsstjórnar. Talið er líklegt að morðið muni enn auka enn á pólitískar deilur í Líbanon milli andstæðinga Sýrlandsstjórnar sem hafa meirihluta á líbanska þinginu og stuðningsmanna stjórnvalda í Damaskus, en þar fara Hizbolla-samtökin í Líbanon fremst í flokki. Nýverið sögðu sex ráðherrar sig úr ríkisstjórn Fouads Siniora, forsætisráðherra Líbanons, vegna deilna um áhrif Hizbolla-liða í ríkisstjórninni, en Siniora sagði fyrr í dag að ríkisstjórnin gæti starfað áfram. Hins vegar hefur dauði Gemayels í för með sér að ef tveir ráðherrar til viðbótar hverfa úr embætti er ríkisstjórnin fallin. Bandaríkjastjórn hefur þegar tjáð sig um morðið og segir það hryðjuverk. „Þetta er sorglegur dagur fyrir Líbanon og morðið er mikið áfall. Við lítum á það sem hryðjuverk og jafnframt sem ögrun," sagði Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira