Rússnesk stjórnvöld neita aðild 20. nóvember 2006 18:13 Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Litvinenko liggur nú á milli heims og helju á gjörgæsludeild University College-sjúkrahússins í Lundúnum en þangað var hann fluttur í gærkvöldi eftir að líðan hans hrakaði enn frekar. Læknar segja aðeins helmingslíkur á að hann nái heilsu á ný. Þessi fyrrverandi KGB-maður sem á sínum tíma flýði til Bretlands var að rannsaka morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju þegar honum var byrlað eitrið þallíum, líklega á japönskum sushi-stað í miðborg Lundúna. Bæði Politkovskaja og Litvinenko voru í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og því hallast nánir vinir hans að því að rússneska leyniþjónustan hafi staðið á bak við tilræðið. Í þeim hópi er auðkýfingurinn Boris Berezovsky sem Litvinenko fletti á sínum tíma ofan af samsæri um að myrða eftir að hann komst í ónáð hjá Pútín. Talsmaður rússneskra stjórnvalda sagðist í dag ekki vilja tjá sig um þessar kenningar þar sem þær væru alger þvættingur. Þótt erfitt geti reynst að sanna nokkuð í þessum efnum er hitt víst að rússneska leyniþjónustan hefur í gegnum tíðina gripið til ýmissa óyndisúrræða, allt frá því að Leon Trotský var myrtur með ísöxi í Mexíkó 1940 þar til búlgarski blaðamaðurinn Georgi Markov var stunginn með eitraðri regnhlíf í Lundúnum 1978. Þá má ekki gleyma úkraínska forsetanum Viktor Jústjenkó en skömmu fyrir kosningarnar 2004 fékk hann heiftarlega díoxíneitrun sem sögð var á ábyrgð Kremlverja eða úkraínskra bandamanna þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Litvinenko liggur nú á milli heims og helju á gjörgæsludeild University College-sjúkrahússins í Lundúnum en þangað var hann fluttur í gærkvöldi eftir að líðan hans hrakaði enn frekar. Læknar segja aðeins helmingslíkur á að hann nái heilsu á ný. Þessi fyrrverandi KGB-maður sem á sínum tíma flýði til Bretlands var að rannsaka morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju þegar honum var byrlað eitrið þallíum, líklega á japönskum sushi-stað í miðborg Lundúna. Bæði Politkovskaja og Litvinenko voru í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og því hallast nánir vinir hans að því að rússneska leyniþjónustan hafi staðið á bak við tilræðið. Í þeim hópi er auðkýfingurinn Boris Berezovsky sem Litvinenko fletti á sínum tíma ofan af samsæri um að myrða eftir að hann komst í ónáð hjá Pútín. Talsmaður rússneskra stjórnvalda sagðist í dag ekki vilja tjá sig um þessar kenningar þar sem þær væru alger þvættingur. Þótt erfitt geti reynst að sanna nokkuð í þessum efnum er hitt víst að rússneska leyniþjónustan hefur í gegnum tíðina gripið til ýmissa óyndisúrræða, allt frá því að Leon Trotský var myrtur með ísöxi í Mexíkó 1940 þar til búlgarski blaðamaðurinn Georgi Markov var stunginn með eitraðri regnhlíf í Lundúnum 1978. Þá má ekki gleyma úkraínska forsetanum Viktor Jústjenkó en skömmu fyrir kosningarnar 2004 fékk hann heiftarlega díoxíneitrun sem sögð var á ábyrgð Kremlverja eða úkraínskra bandamanna þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira