Minnst 22 féllu og rúmlega 40 særðust þegar bílsprengja sprakk nærri hópi farandverkamanna í bænum Hilla í Suður-Írak í morgun.
Að sögn lögreglu var sendibíl ekið að hópnum og sprakk bíllinn í loft upp þegar mennirnir flykktust að honum. Flestir hinna látnu voru sjíar.
Árásir sem þessar eru tíðar í Hillah.