Írak að sundrast 17. nóvember 2006 19:00 Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta. Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira