Viðskipti erlent

Reader's Digest skiptir um eigendur

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna.

Að fjárfestingahópnum standa bankarnir J Rothschild, Merril Lynch Capital og fjárfestingasjóðirnir GoldenTree Asset Management, GSO Capital Partners og Magnetar Capital.

Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum. Það kemur nú út á 21 tungumáli og er talið að 80 milljónir manna lesi það að jafnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×