Simpson segir hvernig hann hefði myrt 16. nóvember 2006 19:00 Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent