Tyrkland hefur fryst hernaðarsamvinnu við Frakkland, en segir að það muni engin áhrif hafa í Afganistan, þar sem tyrkneskir og franskir hermenn eru hlið við hlið í gæsluliði NATO.
Ástæðan fyrir þessum köldu samskiptum er sú að franska þingið styður lagafrumvarp sem gerir það refsivert að neita því að Ottoman Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir hafa þegar hótað Frökkum viðskiptabanni vegna þessa.
Ólíklegt er talið að hið umdeildar frumvarp verði að lögum, þar sem Jacques Chirac, forseti Frakklands er því andvígur.