Velflestir gíslar fengu frelsi 15. nóvember 2006 12:40 Velflestir þeirra sem rænt var í menntamálaráðuneytinu í Bagdad í gær hafa nú verið látnir lausir eða frelsaðir af lögreglu. Ekki hefur fengist staðfest að allir gíslarnir hafi fengið frelsi. Atburðir gærdagsins í Írak vöktu athygli þó mannrán hafi verið tíð þar frá upphafi Íraksstríðs. Ekki hefur jafn mörgum verið rænt í einu þar í landi en menn klæddir sérsveitarbúningum lögreglu ruddust inn í byggingu menntamálaráðuneytisins í Bagdad og rændu karlmönnum þeim sem þar voru. Eitthvað hefur verið á reiki hvað þeir voru margir og misvísandi fréttir fluttar af fjölda gísla. Fyrst voru þeir sagði allt frá 100 til 150 en þegar leið á gærdaginn greindi innanríkisráðuneytið Íraska frá því að þeir væru nærri 50. Gíslum var síðan sleppt einum af öðrum ómeiddum fram eftir degi og þeir síðustu sagðir hafa fengið frelsi um miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest og einhverra enn leitað að sögn BBC. 5 háttsettir lögreglumenn hafa verið handteknir vegna málsins og vekur það ugg meðal ráðamanna að mannræningjarnir hafi komist yfir búninga lögreglu eða þá náð að gera af þeim eftirlíkingar, enda var litlum mótmælum hreyft í fyrstu þegar þeir hlupu inn í bygginguna. Mennta- og vísindamenn eru vinsæl skotmörk og fórnarlömb mannrána í Bagdad og fyrir vikið flýja þeir sem teljast til þessa hóps nú land unnvörpum. Háskólar í Írak voru opnaðir á ný í morgun eftir að þeim var lokað í gær. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, heimsótti Háskólann í Bagdad og fullvissaði kennara og nemendur um að allt yrði gert til að tryggja öryggi þeirra. Öryggi á öðrum svæðum er þó ekki nærri því jafn vel tryggt. 11 týndu lífi og 32 særðust þegar bílsprengja sprakk á bílastæði í miðborg Bagdad í morgun. 7 týndu lífi og 23 særðust þegar önnur bílsprengja sprakk nærri mosku í Sadr-hverfi í gærkvöldi. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Velflestir þeirra sem rænt var í menntamálaráðuneytinu í Bagdad í gær hafa nú verið látnir lausir eða frelsaðir af lögreglu. Ekki hefur fengist staðfest að allir gíslarnir hafi fengið frelsi. Atburðir gærdagsins í Írak vöktu athygli þó mannrán hafi verið tíð þar frá upphafi Íraksstríðs. Ekki hefur jafn mörgum verið rænt í einu þar í landi en menn klæddir sérsveitarbúningum lögreglu ruddust inn í byggingu menntamálaráðuneytisins í Bagdad og rændu karlmönnum þeim sem þar voru. Eitthvað hefur verið á reiki hvað þeir voru margir og misvísandi fréttir fluttar af fjölda gísla. Fyrst voru þeir sagði allt frá 100 til 150 en þegar leið á gærdaginn greindi innanríkisráðuneytið Íraska frá því að þeir væru nærri 50. Gíslum var síðan sleppt einum af öðrum ómeiddum fram eftir degi og þeir síðustu sagðir hafa fengið frelsi um miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest og einhverra enn leitað að sögn BBC. 5 háttsettir lögreglumenn hafa verið handteknir vegna málsins og vekur það ugg meðal ráðamanna að mannræningjarnir hafi komist yfir búninga lögreglu eða þá náð að gera af þeim eftirlíkingar, enda var litlum mótmælum hreyft í fyrstu þegar þeir hlupu inn í bygginguna. Mennta- og vísindamenn eru vinsæl skotmörk og fórnarlömb mannrána í Bagdad og fyrir vikið flýja þeir sem teljast til þessa hóps nú land unnvörpum. Háskólar í Írak voru opnaðir á ný í morgun eftir að þeim var lokað í gær. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, heimsótti Háskólann í Bagdad og fullvissaði kennara og nemendur um að allt yrði gert til að tryggja öryggi þeirra. Öryggi á öðrum svæðum er þó ekki nærri því jafn vel tryggt. 11 týndu lífi og 32 særðust þegar bílsprengja sprakk á bílastæði í miðborg Bagdad í morgun. 7 týndu lífi og 23 særðust þegar önnur bílsprengja sprakk nærri mosku í Sadr-hverfi í gærkvöldi.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent