Rúmlega 100 rænt 14. nóvember 2006 12:31 Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. Mannræningjarnir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og föru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir klæddust einkennisbúningum lögreglunnar. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og hirtu af þeim farsíma. Mannræningjarnir höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, færðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Óvíst er hvort og þá hvenær verður gerð krafa um lausnargjald. BBC hefur eftir vitni að mannræningjarnir hafi aðeins haft á brott með sér súnnímúslima en formaður menntamálanefndar þingsins segir bæði súnní- og sjíamúslimum hafa verið rænt úr ráðuneytinu. Þingmaðurinn greindi frá mannráninu á þingfundi í morgun í beinni sjónvarpsútsendingu og hvatti Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, til að svara af fullri hörku. Af atburðum morgunsins má ráða að ástandið í Írak fer síður en svo batnandi. Sérskipuð ráðgjafanefnd Bandaríkjaþings um málefni Íraks átti í gær fund með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Nefndin er skipuð fulltrúum repúblíkana og demókrata og fyrir henni fer James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra. Áætlað er að nefndin skili niðurstöðu fyrir áramót. Baker hefur sagt ráðamönnum að þeir geti ekki búist við töfralausn í næsta mánuði. Þess vegna hafi verið leitað upplýsinga víða. Sem dæmi mun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða við nefndina í gegnum myndsíma. Blair sagði í ræðu í Lundúnum í gærkvöldi að hafa samvinnu við öll lönd í Mið-Austurlöndum ef takast ætti að stilla til friðar. Hann hvatti Írana til að snúa baki við hryðjuverkamönnum ellegar yrðu stjórnvöld í Teheran einangruð. Ekki var að ráða af ræðunni að stefnan gagnvart Íran og Sýrlandi af hendi Breta yrði mildari og heldur ekki af ummælum Bandaríkjaforseta. Forsetinn segir ekki síður mikilvægt að Íranar leggi kjarnorkuáætlun sína á hilluna og Sýrlendingar haldi sig frá Líbanon áður en viðræður við og með ríkjunum geti hafist. Ræddur hefur verið sá möguleiki að Íranar og Sýrlendingar taki þátt í umræðum um framtíð Íraks.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira