Viðskipti erlent

ESB skoðar samkeppni á kreditkortamarkaði

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins (ESB) hefur varað kreditkortafyrirtæki við því að þau ætli að beita sér fyrir aukinni samkeppni á kreditkortamarkaði.

Charlie McCeevy, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, segir í samtali við breska ríkisútvarpið (BBC), að hann sé að skoða málið og muni stofnunin bregðast við af hörku komi í ljós að kreditkortafyrirtækin séu að misnota aðstöðu sína.

Á sama tíma greindu ráðamenn hjá ESB frá því að ásakanir á hendir kortafyrirtækinu Mastercard þess efnis að það bryti í bága við samkeppnislög væri í skoðun. Samkeppnisyfirvöld sambandsins munu funda um málið í dag.

Carl Munson, lögmaður Mastercard, sagðist vinna náið með ESB að lausn málsins. Hann neitaði að tjá sig um málið en sagði að ásakanir á hendur fyrirtækinu þess efnis að það léti korthafa greiða lægri gjöld en kveðið er á um koma jafnt neytendum sem verslunareigendum til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×