Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga 13. nóvember 2006 12:45 Bandaríksir hermenn í Írak. MYND/AP Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira