Maliki boðar uppstokkun á stjórninni 12. nóvember 2006 19:00 MYND/AP Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar. Erlent Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar.
Erlent Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira