Viðræðurnar runnar í sandinn 11. nóvember 2006 14:14 Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons (í miðjunni), og Nabih Berri, þingforseti (til hægri), ráða ráðum sínum en Michel Aoun virðist öllum lokið. MYND/AP Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið. Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira