Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Disney

Disney framleiddi meðal annars kvikmyndirnar um ævintýri kapteins Sparrow.
Disney framleiddi meðal annars kvikmyndirnar um ævintýri kapteins Sparrow.

Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala eða 25,8 milljarða í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar á kvikmyndir undir merkjum Disney og í Disneygarðana.

Þá skilaði annað efni Disney-risans sömuleiðis hagnaði.

Tekjur fyrirtækisins námu 8,8 milljörðum dala eða 600,5 milljörðum krona sem er 14 prósenta betri afkoma en á sama tíma í fyrra.

Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyrirtækinu," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×