Breytingar 9. nóvember 2006 13:11 Eins og menn sjá hafa orðið miklar breytingar hér á Vísi. Ég tel að þetta muni vera til bóta, gamla útlitið var þunglamalegt og með því fylgdi talsvert af efni sem var orðið úrelt, efnisþættir sem ég nennti ekki að uppfæra. Nú held ég einungis eftir dálknum sem hefur yfirskriftina Pistlar, en þá mun ég að vanda setja inn svo gott sem daglega. Brotasilfur fær einnig að lifa áfram en þar skrifa ég væntanlega stuttar greinar um bækur, tónlist og annað menningartengt. Hið vinsæla tenglasafn verður áfram hér á síðunni þótt það hafi dottið út í morgun. Ég hef orðið var við að margir nota það á ferð sinni um vefinn. Reyni líka að uppfæra það eins samviskusamlega og ég get, taka út dauða tengla og bæta inn nýjum, sérstaklega nú í prófkjörsvertíðinni. Silfrið verður svo auðvitað áfram í Veftívíinu. Unnið er í að gera það þægilegra í notkun. Margir eru steinhættir að horfa á svona þætti í sjónvarpi. Fjölmiðlanotkunin er að breytast verulega. Samt halda menn áfram að mæla sjónvarpsáhorf með gamla laginu. Mér finnst mikilvægt að eldra efni sé aðgengilegt hér. Þó ekki sé nema til þess að hægt sé að reka mig á gat með einhverju sem ég skrifaði fyrir mörgum árum og er í algjöru ósamræmi við það sem ég er að segja núna. Best væri náttúrlega ef hægt væri að nálgast greinar frá þesssum rúmlega þremur árum sem ég hef verið hér á Vísi - gamla efnið frá árum mínum á Strikinu er víst kirfilega lokað og læst. Njótið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun
Eins og menn sjá hafa orðið miklar breytingar hér á Vísi. Ég tel að þetta muni vera til bóta, gamla útlitið var þunglamalegt og með því fylgdi talsvert af efni sem var orðið úrelt, efnisþættir sem ég nennti ekki að uppfæra. Nú held ég einungis eftir dálknum sem hefur yfirskriftina Pistlar, en þá mun ég að vanda setja inn svo gott sem daglega. Brotasilfur fær einnig að lifa áfram en þar skrifa ég væntanlega stuttar greinar um bækur, tónlist og annað menningartengt. Hið vinsæla tenglasafn verður áfram hér á síðunni þótt það hafi dottið út í morgun. Ég hef orðið var við að margir nota það á ferð sinni um vefinn. Reyni líka að uppfæra það eins samviskusamlega og ég get, taka út dauða tengla og bæta inn nýjum, sérstaklega nú í prófkjörsvertíðinni. Silfrið verður svo auðvitað áfram í Veftívíinu. Unnið er í að gera það þægilegra í notkun. Margir eru steinhættir að horfa á svona þætti í sjónvarpi. Fjölmiðlanotkunin er að breytast verulega. Samt halda menn áfram að mæla sjónvarpsáhorf með gamla laginu. Mér finnst mikilvægt að eldra efni sé aðgengilegt hér. Þó ekki sé nema til þess að hægt sé að reka mig á gat með einhverju sem ég skrifaði fyrir mörgum árum og er í algjöru ósamræmi við það sem ég er að segja núna. Best væri náttúrlega ef hægt væri að nálgast greinar frá þesssum rúmlega þremur árum sem ég hef verið hér á Vísi - gamla efnið frá árum mínum á Strikinu er víst kirfilega lokað og læst. Njótið vel.