Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna 9. nóvember 2006 12:00 Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira