Haukar snúa baki við Bush 4. nóvember 2006 21:00 Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Um er að ræða þá Richard Perle, sem var einn nánasti ráðgjafi Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Adelman, sem átti sæti í varnarmálanefnd varnarmálaráðuneytisins ásamt Perel, og David Frum, fyrrverandi ræðuhöfund forsetans, en hann skrifaði ræðuna frægu um öxulveldi hins illa, það er Írak, Íran og Norður-Kóreu. Þeir tjá sig í viðtölum við bandaríska tímaritið Vanity Fair sem birt verða í janúarhefti þess sem kemur út í næsta mánuði. Útdrættir úr viðtölunum voru birtir á vefsíðu blaðsins í dag. Sú birting hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að þrír dagar eru til þingkosninga í Bandaríkjunum. Perle og Adelman voru einhverjir helstu stuðningsmenn innrásarinnar í Írak. Þeir segja nú að þeir hefðu aldrei stutt hana hefðu þeir vitað hversu klaufalega yrði staðið að málum eftir að búið væri að steypa Saddam Hússein af stóli. Talsmaður Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um það sem fram kemur í greininni í dag. Bush Bandaríkjaforseti hefur reynt sitt til að styðja frambjóðendur Repúblíkanaflokksins í þingkosningunum á þriðjudag en margir þeirra hafa afþakkað hjálp hans. Kannanir benda til þess að demókratar bæti töluvert við sig í báðum þingdeildum og nái jafnvel meirihluta. Repúblíkanar telja þó margir að dómur sem kveðinn verður upp yfir fyrrverandi Íraksforseta í fyrramálið verði til að styrkja stöðu flokksins á heimavelli. Um er að ræða ákærur vegna fjöldamorða í Dujail fyrir tuttugu og fjórum árum. Öryggisgæsla í helstu borgum Íraks hefur verið hert þar sem stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa hótað óeirðum verði hann dæmdur til dauða. Réttarhöldum yfir Hússein lýkur þó ekki á morgun því fleiri ákærur á eftir að taka fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak. Um er að ræða þá Richard Perle, sem var einn nánasti ráðgjafi Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Adelman, sem átti sæti í varnarmálanefnd varnarmálaráðuneytisins ásamt Perel, og David Frum, fyrrverandi ræðuhöfund forsetans, en hann skrifaði ræðuna frægu um öxulveldi hins illa, það er Írak, Íran og Norður-Kóreu. Þeir tjá sig í viðtölum við bandaríska tímaritið Vanity Fair sem birt verða í janúarhefti þess sem kemur út í næsta mánuði. Útdrættir úr viðtölunum voru birtir á vefsíðu blaðsins í dag. Sú birting hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að þrír dagar eru til þingkosninga í Bandaríkjunum. Perle og Adelman voru einhverjir helstu stuðningsmenn innrásarinnar í Írak. Þeir segja nú að þeir hefðu aldrei stutt hana hefðu þeir vitað hversu klaufalega yrði staðið að málum eftir að búið væri að steypa Saddam Hússein af stóli. Talsmaður Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um það sem fram kemur í greininni í dag. Bush Bandaríkjaforseti hefur reynt sitt til að styðja frambjóðendur Repúblíkanaflokksins í þingkosningunum á þriðjudag en margir þeirra hafa afþakkað hjálp hans. Kannanir benda til þess að demókratar bæti töluvert við sig í báðum þingdeildum og nái jafnvel meirihluta. Repúblíkanar telja þó margir að dómur sem kveðinn verður upp yfir fyrrverandi Íraksforseta í fyrramálið verði til að styrkja stöðu flokksins á heimavelli. Um er að ræða ákærur vegna fjöldamorða í Dujail fyrir tuttugu og fjórum árum. Öryggisgæsla í helstu borgum Íraks hefur verið hert þar sem stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa hótað óeirðum verði hann dæmdur til dauða. Réttarhöldum yfir Hússein lýkur þó ekki á morgun því fleiri ákærur á eftir að taka fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira